6.3.2020 | 11:13
Galdrastafir og græn augu- bókagagnrýni
Galdrastafir og græn augu er bók eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur. þessi bók er um strák sem finnur stein með galdra staf á og segir einhver orð og ferðast í gegnum tímann og fer til árið 1713 í gamla daga, hann eignast vin sem heitir Jónas, fyrsta skipti þegar Jónas hittir Svein/Svenna voru stælar í honum. Þegar þeir voru orðnir vinir síðan seinna ákváðu þeir að fara í reiðtúr og stálu hestunum af prestinum/galdramanninum sem heitir Séra Eiríkur og hann setti á þá álög sem gerðu það að verkum að þeir voru fastir við hestana, þá náði Sveinn að losa sig með vasahnífnum sínum og skar á buksurnar. Eftir nokkra daga var Sveinn kominn í nám hjá Séra Eiríki sem ætlaði fyrst að kenna honum að vera prestur þegar Sveinn sagði loksins við prestinn að hann vildi ekki vera prestur heldur tölvufræðingur og að hann vildi komast heim. Þá reyndi presturinn að hjálpa honum að komast á sinn tíma og þeir fundu rétta galdra stafinn til að koma Svenna heim, Svenni náði að kveðja alla vini sína árið 1713 áður en hann fór heim.
Mér fannst þessi bók ekki vera spennandi í byrjun og síðan fór hún að vera meira og meira spennandi og síðan var hún orðin skemmtileg. Ég gef þessari bók 4 stjörnur. Takk fyrir mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.