Heimsálfurnar

Ég er búin að vera læra um heimsálfurnar sjö. Ég byrjaði á því að horfa á myndbönd um þær allar og síðan átti ég að gera verkefni úr þeim. Ég lenti í hóp með Aleksöndru og við völdum að gera veggspjald um Grikkland og Frakkland sem er í Evrópu, movie maker um Mexico sem er í Norður -Ameríku og power point um Japan sem er í Asíu.

Ég lærði fullt af þessu verkefni eins og t.d. að það er fullt af vinsælum mat í Frakklandi t.d. Bacuette, fiskisúpa og ostar. Að Acapulco er skógur í Mexico og Acapulco fossar eru litlir en eru mjög fallegir, dagur dauðans er haldin í Mexico og eru á dögunum fyrsta til annan Nóvember, fólk fær þá að klæðast búningum og það er þá að syrgja fólkið sem er farið frá því. Að í Japan er kirsuberjatré þjóðarjurt Japans, súmóglíma er Japönsk glíma og glímumennirnir eru inní hring sem kallast Dóhýó, kvenna-þjóðbúningurinn er útsaumaður kjóll sem kallast Kímonó, Japan er í Asíu.

Mér fannst þetta verkefni mjög skemmtilegt útaf því að ég var með tæknina og Aleksandra var með allt það sem var skriflegt, það var gaman að gera movie maker útaf því að ég þurfti að finna fullt af myndum og skrifa smá, það var líka gaman að gera power point útaf því að það verður alltaf skemmtilegra með tímanum.

Endilega fylgist með verkefnum mínum, Takk Fyrir!laughingtongue-out

Frakkland Grikkland Grikkland2 Grikkland3 Grikkland4 Grikkland5 Japan Mexico


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband